Horft undan rúmi

(Ritdómur sem birtist í Stúdentablaðinu 1. des 2001)

Það er ekki fjarri lagi að segja að nýútkominni skáldsögu Braga Ólafssonar, Gæludýrin, hafi verið beðið með nokkurri eftirvæntingu enda vakti hans fyrsta skáldsaga, Hvíldardagar, verðskuldaða athygli. Undirritaður fyllti allavega þann flokk sem beið í ofvæni.

Það má segja að Gæludýrin séu rökrétt framhald í höfundarverki Braga enda er tónn hennar og stemming ekki ósvipuð og í Hvíldardögum þó vissulega sé töluvert léttara yfir Gæludýrunum. Frásögnin er látlaus á einhvern þægilegan hátt sem gerir það að verkum að maður á auðvelt með að detta inní hana. Í þessu látleysi er hún þó meinfyndin, á köflum sprenghlægileg, og töluvert spennandi. Öðrum þræði fjallar sagan um það hvernig tilviljanakennd atvik og aðstæður geta haft áhrif löngu seinna – hvernig fólk sem maður hefði alls ekki kosið að yrði hluti af lífi manns verður það vegna einhverra fáránlegra atvika eða aulagangs. Emil, sögumaður Gæludýranna, er ekki maður átaka, hann leiðir vandamálin hjá sér í stað þess að taka á þeim. Af þessum sökum lendir hann í því að eyða kvöldi sem hann var annars búinn að hlakka til í felum undir eigin rúmi á meðan fólk sem hefur ráfað inní líf hans vegna mis smávægilegra eða fáránlegra atvika heldur gleðskap í íbúðinni. Þannig verður Emil nokkurskonar áhorfandi að eigin lífi og fastur í hálfgerðu stofufangelsi. Vísanir í Moby Dick gefa sögunni meiri dýpt og eru auk þess töluvert fyndnar, það væri verðugt verkefni að kafa betur í þær en sennileg betra að hafa a.m.k froskalappir til þess arna.

Það er auðvelt að grípa í klisjur til að lýsa jafn góðri skáldsögu, og sennilega er ég þegar búin að því. Uppúr stendur að þetta er tilgerðarlaus, spennandi og fyndinn bók sem rennur ofan í mann á þægilegan hátt.

Ingi Björn Guðnason

Birtist í Stúdentablaðinu 01.12.2001

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s