Úrbeinaður lambabógur

Frampartur1
Frampartur. Búið að afhjúpa axlarblaðið og finna liðinn á milli þess og leggsins.

Ég hef borðað margar ljúffengar máltíðir í eldhúsinu hjá Hrafnkeli bróður mínum. Ein slík kom upp í hugann fyrir nokkru. Það var ofnbakaður lambaframpartur, þ.e.a.s. alveg heill helmingur af framparti, að sjálfsögðu af heimaslátruðu. Því miður hef ég ekki fundið í verslunum hálfan frampart og því er erfitt um vik að endurtaka leikinn. Ef ég man rétt var framparturinn í eldhúsinu í Glóru einfaldlega kryddaður og lagður í ofnskúffu þar sem hann fékk að bakast í rólegheitunum. Dásemdar kjötmáltíð! Continue reading “Úrbeinaður lambabógur”

Advertisements

Nye Hyl? Nýhil og samtímaljóðlist

IMG_6027
Forsíða Nordisk Litteratur árið 2006.

(Birtist upphaflega í Nordisk Litteratur árið 2006 á dönsku og ensku en hefur ekki birst áður á íslensku. Textinn hér að neðan var því þýddur á sínum tíma)

Íslensk samtímaljóðlist er ömurleg! Hún er yfirleitt stöðnuð, tilgerðarleg og föst í módernískum formúlum þar sem myndhverfðum klisjum er stillt saman svo úr verður formúleraður „prjónaskapur“. Afgangurinn er „dundur“, þ.e. persónulegur, tilfinningalegur tækifærisskáldskapur sem einkennist af einhvers konar hreinsun þar sem tilfinningum er hleypt í ljóðform. Continue reading “Nye Hyl? Nýhil og samtímaljóðlist”

New York Times óhnoðað brauð

Það eru nokkur ár síðan ég sá þessa frægu uppskrift að New York Times No-Knead Bread. Uppskriftin er fáránlega einföld, eiginlega of góð til að vera sönn, og ég er búinn að vera á leiðinni að prófa hana lengi. Í stuttu máli snýst aðferðin um að hnoða brauðið ekki en láta degið gerjast og hefast, æði blautt, í langan tíma. Þetta er því lítil vinna en mikil bið. En oft er það einmitt uppskriftin að besta matnum. Continue reading “New York Times óhnoðað brauð”