New York Times óhnoðað brauð

Það eru nokkur ár síðan ég sá þessa frægu uppskrift að New York Times No-Knead Bread. Uppskriftin er fáránlega einföld, eiginlega of góð til að vera sönn, og ég er búinn að vera á leiðinni að prófa hana lengi. Í stuttu máli snýst aðferðin um að hnoða brauðið ekki en láta degið gerjast og hefast, æði blautt, í langan tíma. Þetta er því lítil vinna en mikil bið. En oft er það einmitt uppskriftin að besta matnum.

Nú lét ég loksins verða af því að prófa hana. Það var skemmtilegt! Til að unt sé að gera þessa brauðuppskrift þarf maður að eiga pottjárnspott eða leirpott. Og því kom minn heitt elskaði Le Creuset í góðar þarfir í þetta skiptið líkt og svo oft áður.

Ég fylgdi aðferðinni sem er gefin upp á NYT Cooking nokkuð ítarlega en hinsvegar ákvað ég að treysta bollamælieiningunni ekki og valdi því að notast við magn eftir grömmum sem einn lesandi gefur upp í kommentum undir uppskriftinni.

Magnitölurnar eru svona:

430 gr hveiti
1 gr þurrger
8 gr salt
345 gr vatn

Það er óhætta að mæla með þessu!

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s