Úrbeinaður lambabógur

Frampartur1
Frampartur. Búið að afhjúpa axlarblaðið og finna liðinn á milli þess og leggsins.

Ég hef borðað margar ljúffengar máltíðir í eldhúsinu hjá Hrafnkeli bróður mínum. Ein slík kom upp í hugann fyrir nokkru. Það var ofnbakaður lambaframpartur, þ.e.a.s. alveg heill helmingur af framparti, að sjálfsögðu af heimaslátruðu. Því miður hef ég ekki fundið í verslunum hálfan frampart og því er erfitt um vik að endurtaka leikinn. Ef ég man rétt var framparturinn í eldhúsinu í Glóru einfaldlega kryddaður og lagður í ofnskúffu þar sem hann fékk að bakast í rólegheitunum. Dásemdar kjötmáltíð!

Ég var sem sagt að hugsa um lambaframpart. Í Bónus fást frosnir frampartsbógar* á spott prís. Mig minnir að kílóverðið sé rétt undir 700 krónum. Þarna er því hægt að fá úrvalskjöt fyrir mjög lítinn pening. Bógur er ljómandi góðir eldaður eins og læri í ofni og ef eitthvað er betri en lærin. En mig langaði að gera eitthvað annað en að heilsteikja og fékk þá flugu í höfuðið að úrbeina bóginn. Eftir smá gúggl fann ég stutt og gott kennslumyndband hjá ástralska slátraranum Doug Piper. Með því að komast upp á lag með að úrbeina getur maður nýtt þetta ódýra og góða kjöt á mun fjölbreyttari hátt. Stefnan er því að gera þetta í mun ríkari mæli.

Frampartur2
Axlarbeinið farið.

Þetta er í sjálfu sér frekar einfalt. Maður byrjar á að hreinsa ofan af axlarbeininu og finnur síðan liðinn á milli þess og leggsins og sker í gegnum hann. Síðan opnar maður liðinn og lætur axlarbeinið standa út og hreinsar í kringum það þar til það fer að losna, svo er einfaldlega að rífa beinið frá.

Þá er aðeins leggbeinið eftir og frekar einfalt að skera skurð eftir því og losa það frá. En hann Doug sýnir þetta miklu betur en ég get nokkru sinni.

Úr þessu eldað ég svo þennan fína Lancashire pott. Hef gert hann tvisvar með löngu millibili en nú í síðara skiptið tókst hann ekki alveg eins og ég hefði viljað. Það var of mikið soð eftir í pottinum sem gerði það að verkum að rétturinn var meira í ætt við kjötsúpu. Reyndar ljómandi góð kjötsúpa. Ég segi án efa betur frá Lancashire pottréttinum síðar þegar þegar ég verð búinn að prófa mig betur áfram með hann.

En niðurstaðan er þessi: Að úrbeina lambaframpart er skemmtilegt. Hráefnið er ódýrt og gott og býður upp á ýmsa möguleika, sérstaklega fyrir langeldaða rétti.

*Þessi færsla er endurbætt eftir ábendingu. Þorsteinn Þráinsson stórkokkur á Ísafirði og innflytjandi Muurikka á Íslandi benti mér á að þessi hluti frampartsins sé kallaður bógur. Fram að því hafði ég aulast til að nota orðið frampartsleggur. Kann ég honum bestu þakkir fyrir.

Advertisements

3 thoughts on “Úrbeinaður lambabógur

  1. Pingback: Rendang frá Indónesíu – Matur og bækur

  2. Pingback: Eldað úr skápunum: Dagur 2 – Matur og bækur

  3. Pingback: Eldað úr skápunum: Síðasti dagur með svindli – Matur og bækur

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s