Rendang frá Indónesíu

IMG_6197
Hluti af hráefninu sem fer í réttinn, hvítlaukur, engifer, galangal, sítrónugras, chilli, skarlottulaukur og lime.

Fyrir nokkrum árum rakst ég á grein á vefmiðlinum Lemúrinn. Greinin fjallaði um lista sem sjónvarpsstöðin CNN gerði yfir gómsætustu rétti heims. Á toppnum tróndi Rendang frá Indónesíu. Það var auðvitað ekki annað hægt en að prófa réttinn. Ekki þori ég að fullyrða hvort þetta sé gómsætasti réttur í heim – en góður er hann! Við höfum eldað réttinn nokkrum sinnum og gerðum það aftur nú á hvítasunnu helginni.

Rétturinn á rætur að rekja til Minangkabau fólksins í Indónesíu en er orðinn útbreiddur um landið. Auk þess er hann vinsæll í Malasíu, Singapor, Brunei og sunnanverðum Filipseyjum.

Þetta er ekki flókin eldamennska en hún er tímafrek og því alveg upplagður sunnudagasréttur. Þetta skemmtilega orð að malla á mjög vel við því rétturinn þarf að fá að gera það í sirka fjóra tíma.

Uppskriftin á Lemúrnum hefur reynst mér vel en einnig hef ég haft til hliðsjónar fleiri uppskriftir, til dæmis þessa á vef BBC, hvað magntölur varðar, og aðra af blogsíðunni Sugareverythingnice.

Ég hef ekki vikið frá hráefninu sem Lemúrinn gefur upp. Það getur reyndar verið örlitlum vandkvæðum bundið að finna það allt á Íslandi, hvað þá á Ísafirði. Túrmerkilauf hafa mér t.d. virst algjörlega ófáanleg á Íslandi, en ég hef bjargað mér með lime laufum eða raspi af lime berki. Galangal rót er hef ég aðeins fundið í tælenskum verslunum í höfuðborginni en þar er líka hægt að ganga að henni vísri. Ég hef því stundum brugðið á það ráð að kaupa rýflegt magn af henni til að taka með vestur og geymt í frysti.

Mér hefur reynst best að nota lambakjört í réttinn. Það má vera hvaða beinlausa lambakjöt sem er. Kjöt úr úrbeinuðum bógi væri tilvalið. Reyndar hef ég bara einu sinni notað nautakjöt og það kom ekki vel út, kjötið var þurrt og leiðinlegt – kannski klaufaskapu. Geitakjöt er líka hefðbundið í þennan rétt en ég hef því miður ekki getað orðið mér úti um það.

Með þessu höfum við oftast haft nanbrauð af einhvejru tagi og hrísgrjón.

IMG_6198
Kryddmaukið og kókosmjólkin að malla saman.
IMG_6199
Kjötinu bætt út í.
IMG_6200
Eftir sirka klukkustund er þetta farið að líta svona út.
IMG_6201
Eftir fjóra tíma er maukið orðið svona. Kryddin hafa smogið inn í kjötið og vökvinn að mestu gufaður upp.
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s