Heitreykt hrefna

524051_10151098232462110_1180359291_n

Það eru liðnir rúmir tveir mánuðir síðan eitthvað var ritað á þessa bloggsíðu síðast. Það er of langur tími. En gluggaframkvæmdir á Túngötu 15, ferð til Frakklands og ýmislegt annað stúss hefur tekið sinn toll. Til að bera í bætifláka fyrir þetta aðgerðarleysi ákvað ég að rifja upp heitreykingar sem ég fór af stað með fyrir þremur árum en hef nánast ekkert sinnt síðan. Myndefnið og uppskriftin er því frá þeim tíma (eins og glöggir sjá eru myndirnar teknar á Engjaveginum).

Upphaf þessara heitreykinga var stutt námskeið sem ég fór á í þeirri list hjá Þorsteini Þráinssyni kokki á Ísafirði. Hann selur mjög flotta ofna, pönnur og kassa til heitreykinga frá Muurikka. Ég brá hinsvegar á það ráð að útbúa slíka græju sjálfur úr ýmsu tilfallandi, gömlum Ikea potti, stálskál og grind sem mig minnir að hafi fylgt með orbylgjuofni. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að nota ekki hráefni við slíkt föndur sem getur losað óæskilega efni eins og þungmálma og slíkt (trúlega nóg af þessháttar í hrefnunni sjálfir!).

Aðferð (sjá einnig lýsingar í myndatextum):

Hrefnu bitinn er sirka 5 cm þykkur. Ég setti hann í saltpækil, þ.e. fergði hann alveg í grófu matarsalti (þessu gamla í pokunum), í um það bil 25 mínútur. Má alveg vera lengur. Skolaði svo saltið af og þerraði bitann. Því næst setti ég bitann í heimatilbúnu reykpönnuna. Í botn reykpönnunnar setti ég svo u.b.b. 1 desilíter af þar tilgerðum reykspæni (notaði finnskan öl) auk eins sykurmola sem ég kom fyrir í sprittkertisáldós í miðri spænishrúgunni. Svo var bara að loka pönnunni og kveikja undir. Þegar maður fer að finna reyklykt og reykur fer að liðast upp úr pönnunni er passlegt að taka tímann í sirka 5 mínútur og slökkva svo undir. Að því búnu þarf maður að bíða í a.m.k. klukkutíma (kjötið er enn að draga í sig reyk og að kólna). Svo lét ég bitann bíða í kæli yfir nótt.

529486_10151098230872110_2037070423_n
Hrefnubitinn kominn á grindina. Undir bitanum er stálpanna sem tekur við vökva úr kjötinu. Undir pönnunni er svo spænirinn auk sykurs í sprittkertishylki til að auka á reykinn. Hrefnan sjálf er búinn að liggja í pækli í 25 mínútur, síðan skoluð og krydduð með svörtum pipar.
382430_10151098230952110_370188490_n
Potturinn kominn á prímusinn.
402971_10151098231042110_187900437_n
Góður logi farinn að loga.
417731_10151098231257110_556763087_n
Hér ætti reykur sem liðaðist upp að sjást. Eftir fimm mínútur í reyk undir loga slökkti ég undir og lét allt kólna með lokið á í 3,5 tíma. 1 tími á að duga en ég þurfti að skreppa frá.
403812_10151098231787110_1238020823_n
Svona leit bitinn svo út þegar ég opnaði lokið. Þá var bara að pakka honum inn í álpappír og setja í kæli. Bragðið ku vera nokkuð ramt svona strax eftir reykingu og því betra að láta bitann bíða yfir nótt.
559248_10151098232232110_328414974_n
Svona litu herlegheitin út eftir eina nótt í kæli. Afara spennandi að skera í bitann!
524051_10151098232462110_1180359291_n
Og svona leit kvikindið út að innan. Bjútífúl! Og bragðgott.
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s