Spaghetti Carbonara og Tarte Tatin úr BB


Til skamms tíma stóð héraðsfréttablaðið Bæjarins besta fyrir föstum vikulegum dálki á heimasíðu sinni, og í blaðinu, undir heitinu Sælkeri vikunnar. Þetta var skemmtilegur hluti blaðsins þar sem fólk skoraði á vini og nágranna að vera næsti sælkeri og þannig gekk þetta koll af kolli þar til röðin kom að okkur hér í Túngötu 15.Ég verð að segja að ég sakna þessa hluta blaðsins og vefsíðunnar ansi mikið. Continue reading “Spaghetti Carbonara og Tarte Tatin úr BB”

Advertisements

Shakshuka

img_7090Það er oft skemmtilegt að elda bara úr því sem maður á í skápunum. Á þessum rigningardegi hef ég legið yfir uppáhalds uppskriftavefsíðunni minni New York Times Cooking. Þar rak ég augun í þennan frábæra norður-afríska rétt shakshuka sem mun einnig vinsæll í Ísrael fyrir tilstuðlan gyðinga sem fluttust frá svæðinu til Palestínu um 1950. Ég vissi að ég átti allt í réttinn í skápunum nema kóríander en í stað þess notaði ég steinselju.

Í upprunalegri mynd er fetaosti eða öðrum osti ekki bætt við tómatsósuna en eins og allir vita gerir ostur allt betra!

Ég mæli sannarlega með þessum rétti og vísa bara í uppskriftina á New York Times.