Kjúklingur í mjólk – Coq au lait

Kjuklingur3Á þessari síðu hefur ekki verið mikið líf að undanförnu. Vonandi batnar það með hækkandi sól!

Ein af klassískum sunnudags „steikum“ á æskuheimili mínu var heilsteiktur kjúklingur, borinn fram með rjómalagaðri sósu og hrísgrjónum. Mér skilst á mömmu að þessi réttur eigi rætur að rekja til stúdentalífs foreldra minna í Skotlandi á sjöunda áratugnum. Þar var kjúklingurinn afar ódýr og varð því oftar fyrir valinu en aðrir kostir. Síðan hélst þessi hefð eftir að til Íslands var komið.

Ég hef undanfarin ár útfært þennan einfalda rétt með því að steikja rótargrænmeti, sveppi, lauka og jafnvel paprikku með kjúklingnum. Það er oft skemmtilegt en hefur líka í för með sér að kjúklingurinn verður sjaldan „crisp“. Upp á síðkastið hef ég svo verið að skoða ýmsar kjúklingauppskriftir og satt að segja hefur komið á óvart, í þessum rannsóknum, á hve fjölbreyttan máta má steikja heilan kjúkling. Engu að síður hef ég ekki enn prófað þessar ólíku aðferðir fyrr en í kvöld. Einhvernveginn er það allaf þannig að maður stekkur á það sem maður kann. Continue reading “Kjúklingur í mjólk – Coq au lait”

Advertisements