Kjúklingur í mjólk – Coq au lait

Kjuklingur3Á þessari síðu hefur ekki verið mikið líf að undanförnu. Vonandi batnar það með hækkandi sól!

Ein af klassískum sunnudags „steikum“ á æskuheimili mínu var heilsteiktur kjúklingur, borinn fram með rjómalagaðri sósu og hrísgrjónum. Mér skilst á mömmu að þessi réttur eigi rætur að rekja til stúdentalífs foreldra minna í Skotlandi á sjöunda áratugnum. Þar var kjúklingurinn afar ódýr og varð því oftar fyrir valinu en aðrir kostir. Síðan hélst þessi hefð eftir að til Íslands var komið.

Ég hef undanfarin ár útfært þennan einfalda rétt með því að steikja rótargrænmeti, sveppi, lauka og jafnvel paprikku með kjúklingnum. Það er oft skemmtilegt en hefur líka í för með sér að kjúklingurinn verður sjaldan „crisp“. Upp á síðkastið hef ég svo verið að skoða ýmsar kjúklingauppskriftir og satt að segja hefur komið á óvart, í þessum rannsóknum, á hve fjölbreyttan máta má steikja heilan kjúkling. Engu að síður hef ég ekki enn prófað þessar ólíku aðferðir fyrr en í kvöld. Einhvernveginn er það allaf þannig að maður stekkur á það sem maður kann.

Nema hvað. Um helgina keypti ég kjúkling, tvær sítrónur og salvíu til að elda eftir uppskrift sem ég hef haft augastað á nokkuð lengi. Þetta er kjúklingur í mjólk kenndur við eldislaxvininn Jamie Oliver. Ég las uppskriftina og var næstum gugnaður, enda eldunartíminn uppgefinn 1,5 tími, ég grasekkill og tæplega fjögra ára sonur minn með vin sinn í heimsókn. Mér tókst þó að senda strákana út að leika sér og taldi því óhætt að vaða í verkefnið. Skömmu eftir að brasið byrjaði var friðurinn þó úti því drengirnir komu inn með tveimur vinkonum úr næsta húsi og heimtuðu kleinu. Í ofan á lag fylltist húsið svo af unglingum (sem ég prísaði mig sælann af skömmu síðar) og lítill fótboltastrákur bankaði upp á til að selja lakkrís. Það var sem sagt ástand í eldhúsinu en ekkert að gera nema halda sínu striki. Steininn tók samt úr þegar ein frænka kom að sækja eitthvað dót sem hafði gleymst og sagði mér að hún hefði mætt litlu strákunum í Bæjarbrekkunni! Sem betur fer voru unglingarnir samt stokknir á eftir þeim.

Kjuklingur2
Búið að brúna kjúklinginn. Hér er allt góssið komið út í, hvítlaukur, kanilstöng, smjör og að sjálfsögðu mjólkin.
Af þessum sökum get ég ekki alveg fullyrt hvað nákvæmlega fór í réttinn. Ég áttaði mig t.d. á því að ég setti tvær kanilstangir í sósuna og veiddi aðra þeirra upp úr. Hvítlauksrifin voru ekki talin en þau voru, sem betur fer kannski, fleiri en uppskriftin gaf til kynna. Og smjörmagnið var án efa meira en það var með vilja.

Ég notaðist, eins og svo oft áður við uppskrift sem finna má á New York Times Cooking. En til hliðsjónar hafði ég þetta dásamlega myndband af Jamie Oliver. Hann talar reiprennandi þýsku í myndbandinu og satt að segja dugði stúdentsprófið í því góða tungumáli skammt, en myndefnið hjálpaði. Áhugasömum má líka benda á skemmtilega grein í NYT um réttinn.

Sé NYTC uppskriftinni fylgt mæli ég með að nokkrum atriðum sé bætt við sem ég rakst á í myndbandinu, einnig eru hér punktar sem vert er að hafa í huga, þ.e. eitthvað sem ég lenti í vandræðum með:

  • Eftir að börkur sítrónanna hefur verið fleginn af má hiklaust mæla með því að skera þær í þykkar sneiðar og troða inn í kjúklinginn. Þetta bætir bragðið og gerir kjötið safaríkara. Einnig er um að gera að troða salviu stilkunum með.
  • Jamie breiðir blautan bökunarpappír yfir kjúklinginn á meðan hann er í ofninum, það er snjallt.
  • Þegar kjúklingurinn er steiktur í pottinum er dálítið erfitt að snúa honum og eiga við hann. Næst ætla ég að hafa stóra grilltöng tiltæka því litla töngin réði ekkert við kjúkling fullan af sítrónum. Ég neyddist því til að nota gafla sem rifu göt á skinnið hér og þar.
  • Næst myndi ég nota ögn meiri mjólk en uppskriftin gefur til kynna.
  • Meiri hvítlauk
  • Meira smjör
  • Ekki spara salt og pipar
  • Einnig myndi ég elda kjúklinginn aðeins skemur, kannski 10-15 mínútum skemur.
  • Ég rakst líka á tips í umræðuþræðinum undir uppskriftinni sem er væntanlega skynsamlegt en þar er bent á að betra sé að snúa bringunni á kjúklingnum niður þ.e. ofan í mjólkina.

Að þessu sögðu þá mæli ég hiklaust með þessu. Bragðið var stórkostlegt. Mjólkursósan er kannski ekki falleg en bragðið er frábært, salvían gefur mjúkt bragð, sótrónan gefur sæta og bjarta tóna og hvítlaukurinn gefur smá bit á meðan smjörið heldur öllu saman.

Verði ykkur að góðu!

Advertisements

One thought on “Kjúklingur í mjólk – Coq au lait

  1. Pingback: Pönnukjúlli með salti og pipar – Matur og bækur

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s