Svartfuglsegg besti matur í heimi

IMG_8956
Ekki bara góð heldur líka falleg.

Fátt jafnast á við vorið. Einn af hápunktum vorsins í mínum huga er að sjóða svartfuglsegg. Aðferðin sem ég nota er einföld. Ég set eggin í kalt vatn, læt suðuna koma upp og læt þau svo sjóða á fremur rólega í u.þ.b. 5 mínútur og snöggkæli þau svo.

Ég segi það í fullri alvöru að þetta er besti matur sem ég fæ. Reyndar held ég því fram að þau séu besti matur í heimi. Þau eru próteinrík og járnrík og það sem skiptir auðvitað mestu máli er bragðið. Ekkert jafnast á við bragðið af þessari fæðu. Maður finnur bragðið af hafinu meðfram kunnuglegu eggjabragði. Svo eru þau auðvitað einstaklega falleg.

Ég var svo heppinn að fá egg úr Látrabjargi í Fiskbúð Sjávarfangs á Ísafirði. En það er björgunarsveitin á Patreksfirði sem sækir eggin í bjargið.

Best eru eggin alveg linsoðin með smá sjávarsalti, t.d. saltinu góða frá Saltverki í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp.

IMG_8929
Eggin og aðdáandi þeirra við höfnina á Ísafirði.
IMG_8937
Ungir sem aldnir elska svartfuglsegg.
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s