Kjúklingur í mjólk – Coq au lait

Kjuklingur3Á þessari síðu hefur ekki verið mikið líf að undanförnu. Vonandi batnar það með hækkandi sól!

Ein af klassískum sunnudags „steikum“ á æskuheimili mínu var heilsteiktur kjúklingur, borinn fram með rjómalagaðri sósu og hrísgrjónum. Mér skilst á mömmu að þessi réttur eigi rætur að rekja til stúdentalífs foreldra minna í Skotlandi á sjöunda áratugnum. Þar var kjúklingurinn afar ódýr og varð því oftar fyrir valinu en aðrir kostir. Síðan hélst þessi hefð eftir að til Íslands var komið.

Ég hef undanfarin ár útfært þennan einfalda rétt með því að steikja rótargrænmeti, sveppi, lauka og jafnvel paprikku með kjúklingnum. Það er oft skemmtilegt en hefur líka í för með sér að kjúklingurinn verður sjaldan „crisp“. Upp á síðkastið hef ég svo verið að skoða ýmsar kjúklingauppskriftir og satt að segja hefur komið á óvart, í þessum rannsóknum, á hve fjölbreyttan máta má steikja heilan kjúkling. Engu að síður hef ég ekki enn prófað þessar ólíku aðferðir fyrr en í kvöld. Einhvernveginn er það allaf þannig að maður stekkur á það sem maður kann. Continue reading “Kjúklingur í mjólk – Coq au lait”

Spaghetti Carbonara og Tarte Tatin úr BB


Til skamms tíma stóð héraðsfréttablaðið Bæjarins besta fyrir föstum vikulegum dálki á heimasíðu sinni, og í blaðinu, undir heitinu Sælkeri vikunnar. Þetta var skemmtilegur hluti blaðsins þar sem fólk skoraði á vini og nágranna að vera næsti sælkeri og þannig gekk þetta koll af kolli þar til röðin kom að okkur hér í Túngötu 15.Ég verð að segja að ég sakna þessa hluta blaðsins og vefsíðunnar ansi mikið. Continue reading “Spaghetti Carbonara og Tarte Tatin úr BB”

Shakshuka

img_7090Það er oft skemmtilegt að elda bara úr því sem maður á í skápunum. Á þessum rigningardegi hef ég legið yfir uppáhalds uppskriftavefsíðunni minni New York Times Cooking. Þar rak ég augun í þennan frábæra norður-afríska rétt shakshuka sem mun einnig vinsæll í Ísrael fyrir tilstuðlan gyðinga sem fluttust frá svæðinu til Palestínu um 1950. Ég vissi að ég átti allt í réttinn í skápunum nema kóríander en í stað þess notaði ég steinselju.

Í upprunalegri mynd er fetaosti eða öðrum osti ekki bætt við tómatsósuna en eins og allir vita gerir ostur allt betra!

Ég mæli sannarlega með þessum rétti og vísa bara í uppskriftina á New York Times.

Heitreykt hrefna

524051_10151098232462110_1180359291_n

Það eru liðnir rúmir tveir mánuðir síðan eitthvað var ritað á þessa bloggsíðu síðast. Það er of langur tími. En gluggaframkvæmdir á Túngötu 15, ferð til Frakklands og ýmislegt annað stúss hefur tekið sinn toll. Til að bera í bætifláka fyrir þetta aðgerðarleysi ákvað ég að rifja upp heitreykingar sem ég fór af stað með fyrir þremur árum en hef nánast ekkert sinnt síðan. Continue reading “Heitreykt hrefna”

Rendang frá Indónesíu

IMG_6197
Hluti af hráefninu sem fer í réttinn, hvítlaukur, engifer, galangal, sítrónugras, chilli, skarlottulaukur og lime.

Fyrir nokkrum árum rakst ég á grein á vefmiðlinum Lemúrinn. Greinin fjallaði um lista sem sjónvarpsstöðin CNN gerði yfir gómsætustu rétti heims. Á toppnum tróndi Rendang frá Indónesíu. Það var auðvitað ekki annað hægt en að prófa réttinn. Ekki þori ég að fullyrða hvort þetta sé gómsætasti réttur í heim – en góður er hann! Við höfum eldað réttinn nokkrum sinnum og gerðum það aftur nú á hvítasunnu helginni. Continue reading “Rendang frá Indónesíu”

Úrbeinaður lambabógur

Frampartur1
Frampartur. Búið að afhjúpa axlarblaðið og finna liðinn á milli þess og leggsins.

Ég hef borðað margar ljúffengar máltíðir í eldhúsinu hjá Hrafnkeli bróður mínum. Ein slík kom upp í hugann fyrir nokkru. Það var ofnbakaður lambaframpartur, þ.e.a.s. alveg heill helmingur af framparti, að sjálfsögðu af heimaslátruðu. Því miður hef ég ekki fundið í verslunum hálfan frampart og því er erfitt um vik að endurtaka leikinn. Ef ég man rétt var framparturinn í eldhúsinu í Glóru einfaldlega kryddaður og lagður í ofnskúffu þar sem hann fékk að bakast í rólegheitunum. Dásemdar kjötmáltíð! Continue reading “Úrbeinaður lambabógur”

New York Times óhnoðað brauð

Það eru nokkur ár síðan ég sá þessa frægu uppskrift að New York Times No-Knead Bread. Uppskriftin er fáránlega einföld, eiginlega of góð til að vera sönn, og ég er búinn að vera á leiðinni að prófa hana lengi. Í stuttu máli snýst aðferðin um að hnoða brauðið ekki en láta degið gerjast og hefast, æði blautt, í langan tíma. Þetta er því lítil vinna en mikil bið. En oft er það einmitt uppskriftin að besta matnum. Continue reading “New York Times óhnoðað brauð”