Súrdeig – nýtt upphaf

IMG_2104
Þetta er súrdeigið Urður.

Í gær fór ég á súrdeigskynningu sem félagsskapurinn Gróandi á Ísafirði stóð fyrir. Það væri reyndar vert að skrifa sérstaklega um það frábæra framtak en bíður kannski betri tíma. Kynningin var mjög áhugaverð og fjölsótt og allir gestir fengu afleggjara af súrdeigi. Þessi viðburður var einmitt sparkið sem ég þurfti til að hefja – vonandi – nýtt súrdeigstímabil í mínu lífi. Continue reading “Súrdeig – nýtt upphaf”

Advertisements

Pönnukjúlli með salti og pipar

Mér finnst næstum eins og ég vitni í New York Times Cooking í öðru hvoru bloggi. En þessi síða og app útgáfa hennar er bara svo skemmtileg. Undanfarna mánuði hef ég talsvert velt því fyrir mér að prófa nýjar aðferðir við að heilsteikja kjúkling og þá er matreiðsluvefur stórblaðsins í Bandaríkjahreppi afar góður brunnur til að sækja í. Continue reading “Pönnukjúlli með salti og pipar”

Eldað úr skápunum: Síðasti dagur með svindli

Síðasti dagur áskorunarinnar Eldað úr skápunum rann upp í dag. Það segir kannski eitthvað ýmislegt um skort á sjálfsaga minn en einhvernveginn fannst mér alveg sjálfsagt að svindla á þessum lokadegi. Ég uppgötvaði nefnilega að ég hafði ekki lesið uppskrift sem ég studdist við nægjanlega vel í upphafi. Í ljós kom að þrjú hráefni vantaði, myntu, graslauk og kóríander. Continue reading “Eldað úr skápunum: Síðasti dagur með svindli”

Eldað úr skápunum: Dagur 6, pizza

IMG_0131
Ljúffeng pizza.

Föstudagar eru upplagðir pizzu-dagar. Í ísskápnum var til allskonar álegg sem átti trúlega ekki mikið eftir, skinka, pepperoni og beikon. Auk þess rest af sveppum frá innkaupunum í pastaréttinn frá því fyrr í vikunni og eitthvað af grænmeti. Ég hafði því hugsað mér að pizza væri málið í kvöld.  Continue reading “Eldað úr skápunum: Dagur 6, pizza”

Eldað úr skápunum: Dagur 4

IMG_0104
Hráefnin. Hér vantar reyndar rjómann og parmesan ostinn sem ég var ekki búinn að átta mig á að ég hafði úr að spila þegar myndin var tekin.

“Busted!” heyrðu ég sagt í röðinni fyrir aftan mig í Nettó í dag. Þetta var vinkona mín sem rak augun í að á bandinu voru tvö hráefni, sveppir og ferskt rósmarín. Maður fær sem sagt talsvert utanaðkomandi aðhald í áskoruninni! Ég fór að sjálfsögðu með afsökunina sem ég var búinn að smíða fyrir sjálfan mig. Nefnilega þá að í gær þegar ég eldaði kjúklingasúpu úr afgöngum hafi ég ekki keypt neitt hráefni og þar af leiðandi átti ég eitt inni. Hún keypti þessa skýringu og ég varpaði öndinni léttar. Continue reading “Eldað úr skápunum: Dagur 4”

Eldað úr skápunum: Dagur 3

IMG_0094Sumir dagar eru einfaldlega þannig að það er enginn tími til að dúlla sér í eldhúsinu. Fundafár, æfingar og fleira stúss heimilismanna eftir vinnu og skóla og enginn tími til annars en að gleypa eitthvað fljótlegt í sig. Ég skal viðurkenna að ég óttaðist að svona dagar kæmu upp á meðan á áskoruninni stendur og var farinn að búa mig undir að þurfa að skrifa hér játningu um pizzu pöntun eða 1944 rétti. En sem betur fer komu afgangar gærdagsins til bjargar! Continue reading “Eldað úr skápunum: Dagur 3”

Eldað úr skápunum: Dagur 2

IMG_0079Dagur tvö í áskourninni Eldað úr skápunum er runninn upp. Í ísskápnum voru kjúklingabringur sem ekki máttu bíða. Það kom því fátt annað til greina en að hafa þær í matinn á degi tvö. Gærdagurinn var auðvitað þægilegur enda ekki mjög mikill hausverkur að henda lambabóg í ofninn. Í dag dauðsá ég eftir að hafa ekki keypt tvö kíló af kartöflum í gær því þetta eina kíló frá því í gær dugði skammt. Það þýddi að ég þurfti að spandera innkaupum dagsins í jafn einfaldan hlut og kartöflur. Til upprifjunar er rétt að geta þess að eina reglan í áskoruninni er sú að aðeins má kaupa inn eitt hráefni í hverja máltíð. Continue reading “Eldað úr skápunum: Dagur 2”

Áskorun: Eldað úr skápunum í eina viku

IMG_0065
Í þurrefnaskápnum kennir ýmissa grasa.

Ég var að leita að stjörnuanís sem ég taldi víst að ég ætti einhversstaðar. Eftir dauðaleit í kryddskúffunni og þurrefnaskápnum gafst ég upp. Leitin gerði það þó að verkum að ég rak augun í ýmis hráefni sem ég var búinn að steingleyma að væru til. Þetta var því fremur óþægileg áminning um allt draslið sem maður kaupir fyrir einn rétt en notar síðan aldrei meir. Ég ákvað því að gera tilraun og setja í gang áskorunina Eldað úr skápunum í eina viku.  Continue reading “Áskorun: Eldað úr skápunum í eina viku”

Kjúklingur í mjólk – Coq au lait

Kjuklingur3Á þessari síðu hefur ekki verið mikið líf að undanförnu. Vonandi batnar það með hækkandi sól!

Ein af klassískum sunnudags „steikum“ á æskuheimili mínu var heilsteiktur kjúklingur, borinn fram með rjómalagaðri sósu og hrísgrjónum. Mér skilst á mömmu að þessi réttur eigi rætur að rekja til stúdentalífs foreldra minna í Skotlandi á sjöunda áratugnum. Þar var kjúklingurinn afar ódýr og varð því oftar fyrir valinu en aðrir kostir. Síðan hélst þessi hefð eftir að til Íslands var komið.

Ég hef undanfarin ár útfært þennan einfalda rétt með því að steikja rótargrænmeti, sveppi, lauka og jafnvel paprikku með kjúklingnum. Það er oft skemmtilegt en hefur líka í för með sér að kjúklingurinn verður sjaldan „crisp“. Upp á síðkastið hef ég svo verið að skoða ýmsar kjúklingauppskriftir og satt að segja hefur komið á óvart, í þessum rannsóknum, á hve fjölbreyttan máta má steikja heilan kjúkling. Engu að síður hef ég ekki enn prófað þessar ólíku aðferðir fyrr en í kvöld. Einhvernveginn er það allaf þannig að maður stekkur á það sem maður kann. Continue reading “Kjúklingur í mjólk – Coq au lait”