Eldað úr skápunum: Dagur 5, soðningin

IMG_0123
Soðin ýsa með kartöflum.

Alveg frá upphafi þessarar áskorunar hef ég haft það á bakvið eyrað að bjarga mér með gömlu góðu soðningunni. Það varð raunin í dag. Við Dagur fórum í Fiskbúð Sjávarfangs til hans Kára og keyptum ýsu. Drengurinn náði svo að snýkja rækjur í poka hjá Kára en það er nokkuð sem hann hefur gert frá tveggja ára aldri, alltaf við jafn góðar undirtektir fisksalans. Kári skóflaði heilli skeið í poka og mér varð svo mikið um að ég gleymdi næstum að borga fyrir ýsuna. Continue reading “Eldað úr skápunum: Dagur 5, soðningin”

Advertisements