Svepparéttur á aðfangadag og rauðkálið hennar Ragnheiðar

Þegar ég segi frá hefðbundnum aðfangadagsmat á æskuheimili mínu rekur fólk oft upp stór augu. Þar tíðkaðist nefnilega lengst af að borða smurð brauð og brauðrétti á þessum hátíðisdegi. Miðpunktur veisluborðsins var svepparétturinn sem hér birtist uppskrift að. Lengi vel fundust mér engin jól án svepparéttarins, þótt það hafi breyst með árunum enda hélt blessaður hamborgarahryggurinn innreið sína á veisluborðið á aðfangadag þegar ég var á unglingsárum. Engu að síður var svepparétturinn alltaf gerður með, enda ekki amalegt að eiga afgang af honum á jóladag.
Continue reading “Svepparéttur á aðfangadag og rauðkálið hennar Ragnheiðar”

Advertisements

Eldað úr skápunum: Dagur 5, soðningin

IMG_0123
Soðin ýsa með kartöflum.

Alveg frá upphafi þessarar áskorunar hef ég haft það á bakvið eyrað að bjarga mér með gömlu góðu soðningunni. Það varð raunin í dag. Við Dagur fórum í Fiskbúð Sjávarfangs til hans Kára og keyptum ýsu. Drengurinn náði svo að snýkja rækjur í poka hjá Kára en það er nokkuð sem hann hefur gert frá tveggja ára aldri, alltaf við jafn góðar undirtektir fisksalans. Kári skóflaði heilli skeið í poka og mér varð svo mikið um að ég gleymdi næstum að borga fyrir ýsuna. Continue reading “Eldað úr skápunum: Dagur 5, soðningin”