Frönsk lauksúpa

Ég hef verið á leiðinni að elda franska lauksúpu mjög lengi. Á dögunum bakaði ég svo súrdeigsbrauð sem ég sá fram á að yrði ekki borðað nýtt og ferskt. Og þá dúkkaði upp þessi skemmtilega uppskrift að franskri lauksúpu sem einmitt notaði súrdeigsbrauð sem topp upp í story á Instagram.

Continue reading “Frönsk lauksúpa”

Rabarbarasaft tvær uppskriftir

BCF7B2AB-9F2B-4AB7-A922-6E758FD437E1
Rabarbarasaftin komin á flösku og beðið við hliðna á kofanum autt.

Í garðinum eru lítið rabarbarabeð sem við höfum stundum nýtt í sultu og stundum fryst til að nota síðar. Það verður þó að viðurkennast að iðulega hefur sultan ekki verið borðuð og pokarnir með frysta rabarbaranum gleymst í afkimum frystisins. Oft með þeim afleiðingum að hvort tveggja hefur endað í ruslinu. Í ár langaði mig því að prófa að nýta hluta þessarar litlu uppskeru í eitthvað annað. Rabarbarasaft varð því fyrir valinu. Continue reading “Rabarbarasaft tvær uppskriftir”

Gólandi menn, gamlar konur og björgunarsveitir í þrotlausu útkalli

forsida
“Kannski var ég eitthvað viðkvæmur þessa fyrstu haustdaga á nýjum slóðum þegar skammdegið herti sífellt róðurinn og dagarnir styttust. Og þótt fjöllin fyrir vestan séu flesta daga vinir mínir þá kemur ennþá fyrir að þau rispa himinninn og hjartað skreppur saman.”

Erindi flutt í Bókasafni Mosfellsbæjar,  9. mars 2011, á dagskrá helgaðri Jóni Kalman Stefánssyni í tilefni þess að hann var útnefndur bæjarlistamaður Mosfellsbæjar: Continue reading “Gólandi menn, gamlar konur og björgunarsveitir í þrotlausu útkalli”

Súrdeig – nýtt upphaf

IMG_2104
Þetta er súrdeigið Urður.

Í gær fór ég á súrdeigskynningu sem félagsskapurinn Gróandi á Ísafirði stóð fyrir. Það væri reyndar vert að skrifa sérstaklega um það frábæra framtak en bíður kannski betri tíma. Kynningin var mjög áhugaverð og fjölsótt og allir gestir fengu afleggjara af súrdeigi. Þessi viðburður var einmitt sparkið sem ég þurfti til að hefja – vonandi – nýtt súrdeigstímabil í mínu lífi. Continue reading “Súrdeig – nýtt upphaf”

Svepparéttur á aðfangadag og rauðkálið hennar Ragnheiðar

Þegar ég segi frá hefðbundnum aðfangadagsmat á æskuheimili mínu rekur fólk oft upp stór augu. Þar tíðkaðist nefnilega lengst af að borða smurð brauð og brauðrétti á þessum hátíðisdegi. Miðpunktur veisluborðsins var svepparétturinn sem hér birtist uppskrift að. Lengi vel fundust mér engin jól án svepparéttarins, þótt það hafi breyst með árunum enda hélt blessaður hamborgarahryggurinn innreið sína á veisluborðið á aðfangadag þegar ég var á unglingsárum. Engu að síður var svepparétturinn alltaf gerður með, enda ekki amalegt að eiga afgang af honum á jóladag.
Continue reading “Svepparéttur á aðfangadag og rauðkálið hennar Ragnheiðar”

Pönnukjúlli með salti og pipar

Mér finnst næstum eins og ég vitni í New York Times Cooking í öðru hvoru bloggi. En þessi síða og app útgáfa hennar er bara svo skemmtileg. Undanfarna mánuði hef ég talsvert velt því fyrir mér að prófa nýjar aðferðir við að heilsteikja kjúkling og þá er matreiðsluvefur stórblaðsins í Bandaríkjahreppi afar góður brunnur til að sækja í. Continue reading “Pönnukjúlli með salti og pipar”

Eldað úr skápunum: Síðasti dagur með svindli

Síðasti dagur áskorunarinnar Eldað úr skápunum rann upp í dag. Það segir kannski eitthvað ýmislegt um skort á sjálfsaga minn en einhvernveginn fannst mér alveg sjálfsagt að svindla á þessum lokadegi. Ég uppgötvaði nefnilega að ég hafði ekki lesið uppskrift sem ég studdist við nægjanlega vel í upphafi. Í ljós kom að þrjú hráefni vantaði, myntu, graslauk og kóríander. Continue reading “Eldað úr skápunum: Síðasti dagur með svindli”

Pizza: Eldað úr skápunum, dagur 6

IMG_0131
Ljúffeng pizza.

Föstudagar eru upplagðir pizzu-dagar. Í ísskápnum var til allskonar álegg sem átti trúlega ekki mikið eftir, skinka, pepperoni og beikon. Auk þess rest af sveppum frá innkaupunum í pastaréttinn frá því fyrr í vikunni og eitthvað af grænmeti. Ég hafði því hugsað mér að pizza væri málið í kvöld.  Continue reading “Pizza: Eldað úr skápunum, dagur 6”

Soðin ýsa: Eldað úr skápunum, dagur 5

IMG_0123
Soðin ýsa með kartöflum.

Alveg frá upphafi þessarar áskorunar hef ég haft það á bakvið eyrað að bjarga mér með gömlu góðu soðningunni. Það varð raunin í dag. Við Dagur fórum í Fiskbúð Sjávarfangs til hans Kára og keyptum ýsu. Drengurinn náði svo að snýkja rækjur í poka hjá Kára en það er nokkuð sem hann hefur gert frá tveggja ára aldri, alltaf við jafn góðar undirtektir fisksalans. Kári skóflaði heilli skeið í poka og mér varð svo mikið um að ég gleymdi næstum að borga fyrir ýsuna. Continue reading “Soðin ýsa: Eldað úr skápunum, dagur 5”

Spaghetti alla puttanesca: Eldað úr skápunum, dagur 5

IMG_0104
Hráefnin. Hér vantar reyndar rjómann og parmesan ostinn sem ég var ekki búinn að átta mig á að ég hafði úr að spila þegar myndin var tekin.

“Busted!” heyrðu ég sagt í röðinni fyrir aftan mig í Nettó í dag. Þetta var vinkona mín sem rak augun í að á bandinu voru tvö hráefni, sveppir og ferskt rósmarín. Maður fær sem sagt talsvert utanaðkomandi aðhald í áskoruninni! Ég fór að sjálfsögðu með afsökunina sem ég var búinn að smíða fyrir sjálfan mig. Nefnilega þá að í gær þegar ég eldaði kjúklingasúpu úr afgöngum hafi ég ekki keypt neitt hráefni og þar af leiðandi átti ég eitt inni. Hún keypti þessa skýringu og ég varpaði öndinni léttar. Continue reading “Spaghetti alla puttanesca: Eldað úr skápunum, dagur 5”