Svepparéttur á aðfangadag og rauðkálið hennar Ragnheiðar

Þegar ég segi frá hefðbundnum aðfangadagsmat á æskuheimili mínu rekur fólk oft upp stór augu. Þar tíðkaðist nefnilega lengst af að borða smurð brauð og brauðrétti á þessum hátíðisdegi. Miðpunktur veisluborðsins var svepparétturinn sem hér birtist uppskrift að. Lengi vel fundust mér engin jól án svepparéttarins, þótt það hafi breyst með árunum enda hélt blessaður hamborgarahryggurinn innreið sína á veisluborðið á aðfangadag þegar ég var á unglingsárum. Engu að síður var svepparétturinn alltaf gerður með, enda ekki amalegt að eiga afgang af honum á jóladag.
Continue reading “Svepparéttur á aðfangadag og rauðkálið hennar Ragnheiðar”

Advertisements

Pönnukjúlli með salti og pipar

Mér finnst næstum eins og ég vitni í New York Times Cooking í öðru hvoru bloggi. En þessi síða og app útgáfa hennar er bara svo skemmtileg. Undanfarna mánuði hef ég talsvert velt því fyrir mér að prófa nýjar aðferðir við að heilsteikja kjúkling og þá er matreiðsluvefur stórblaðsins í Bandaríkjahreppi afar góður brunnur til að sækja í. Continue reading “Pönnukjúlli með salti og pipar”

Eldað úr skápunum: Síðasti dagur með svindli

Síðasti dagur áskorunarinnar Eldað úr skápunum rann upp í dag. Það segir kannski eitthvað ýmislegt um skort á sjálfsaga minn en einhvernveginn fannst mér alveg sjálfsagt að svindla á þessum lokadegi. Ég uppgötvaði nefnilega að ég hafði ekki lesið uppskrift sem ég studdist við nægjanlega vel í upphafi. Í ljós kom að þrjú hráefni vantaði, myntu, graslauk og kóríander.

Ég hikaði ekki eitt augnablik og rauk út í búð. Reyndar gafst mér ekki mikill tími til að hugsa því það voru aðeins fimm mínútur í lokun. Þegar á kassann var komið fékk ég einskonar samviskubit. Til að friða það ákvað ég að senda snapp með mynd af svindlvörunum á vinkonu mína sem gómaði mig um daginn, með orðunum “þetta er að svindla!” Það leið ekki á löngu áður en hún svaraði og benti mér á að ég hefði getað sleppt svindlinu og fengið myntu úr garðinum hennar. Í því rann upp fyrir mér að ég hefði getað látið duga að kaupa kóríander því sjálfur á ég graslauk í garðinum en vorlaukurinn var keyptur í hans stað.

IMG_0155
Svindlvörurnar!

Ég er auðvitað dálítið svekktur með að hafa svindlað, svona eftir á a.m.k., einkum vegna þess að ég þurfti þess ekki. Kóríanderið hefði getað verið eina innkeypta hráefnið. Að sumu leyti er samt ágætt að ég fékk svindlið svona í hausinn því það sannar á einhvern hátt gildi áskorunarinnar.

Ég var fyrir löngu búinn að ákveða að enda þessa áskorun á lambabógi. Ég úrbeinaði lambabóginn eins og eins og ég hef áður fjallað um hér á síðunni. Þetta er úrvalskjöt sem kostar þessa dagana innan við 700 kr. kílóið. Ég hef áður lýst aðdáun minni á New York Times Cooking síðunni og appinu. Þangað fór ég í leit að einföldum indverskum lambapottrétti og fann þennan skemmtilega rétt eftir David Tanis. Kröfturg lambakarrý með einstaklega góðu gulróta raita.

Ég fylgdi uppskriftinni nokkuð nákvæmlega sem auðvitað hafði fyrr greindar svindlafleiðingar í för með sér. Ég gaf mér samt tíma til að láta kjötið marínerast dálítið lengur en í hálftíma, bætti aðeins fleiri negulnöglum við sósuna og þurfti að nota cummin í stað cummin fræja. Það var sérstaklega gaman að fá tækifæri til að nota brún sinnepsfræ í gulróta raituna. Þau hafa legið upp í skáp í nokkra mánuði ónotuð en síðast þegar raitan var gerð notuðumst við sennilega við hvít sinnepsfræ.

Ég mæli svo eindregið með því fyrir lesendur að sleppa raitunni ekki því hún er afar ljúffeng. Ég notaði reyndar AB mjólk frá Örnu í stað jógúrts og það kemur mjög vel út. Rétturinn var síðan borinn fram með hýðishrísgrjónum en ég er löngu hættur að nota hvít hrísgrjón nema í undantekingum, finnst þau bragðlaus og leiðinleg miðað við hýðishrísgrjónin.

IMG_0164
Gulróta Raita á in the making.

Í stuttu máli var áskorunin afar skemmtileg. Ég verð þó að játa að ég er feginn að henni er lokið. Tilgangurinn var að vekja sjálfan mig til umhugsunar um öll þau hráefni sem safna ryki upp í skáp ónotuð svo vikum og mánuðum skiptir. Ég held að það hafi virkað og að ég hafi lært dálítið á þessu öllu saman. Ég vona svo að lesendur þessarar síðu hafi haft nokkuð gaman af líka.

IMG_0163
Kjötið á ýmsum stigum.

Eldað úr skápunum: Dagur 6, pizza

IMG_0131
Ljúffeng pizza.

Föstudagar eru upplagðir pizzu-dagar. Í ísskápnum var til allskonar álegg sem átti trúlega ekki mikið eftir, skinka, pepperoni og beikon. Auk þess rest af sveppum frá innkaupunum í pastaréttinn frá því fyrr í vikunni og eitthvað af grænmeti. Ég hafði því hugsað mér að pizza væri málið í kvöld.  Continue reading “Eldað úr skápunum: Dagur 6, pizza”

Eldað úr skápunum: Dagur 5, soðningin

IMG_0123
Soðin ýsa með kartöflum.

Alveg frá upphafi þessarar áskorunar hef ég haft það á bakvið eyrað að bjarga mér með gömlu góðu soðningunni. Það varð raunin í dag. Við Dagur fórum í Fiskbúð Sjávarfangs til hans Kára og keyptum ýsu. Drengurinn náði svo að snýkja rækjur í poka hjá Kára en það er nokkuð sem hann hefur gert frá tveggja ára aldri, alltaf við jafn góðar undirtektir fisksalans. Kári skóflaði heilli skeið í poka og mér varð svo mikið um að ég gleymdi næstum að borga fyrir ýsuna. Continue reading “Eldað úr skápunum: Dagur 5, soðningin”

Eldað úr skápunum: Dagur 4

IMG_0104
Hráefnin. Hér vantar reyndar rjómann og parmesan ostinn sem ég var ekki búinn að átta mig á að ég hafði úr að spila þegar myndin var tekin.

“Busted!” heyrðu ég sagt í röðinni fyrir aftan mig í Nettó í dag. Þetta var vinkona mín sem rak augun í að á bandinu voru tvö hráefni, sveppir og ferskt rósmarín. Maður fær sem sagt talsvert utanaðkomandi aðhald í áskoruninni! Ég fór að sjálfsögðu með afsökunina sem ég var búinn að smíða fyrir sjálfan mig. Nefnilega þá að í gær þegar ég eldaði kjúklingasúpu úr afgöngum hafi ég ekki keypt neitt hráefni og þar af leiðandi átti ég eitt inni. Hún keypti þessa skýringu og ég varpaði öndinni léttar. Continue reading “Eldað úr skápunum: Dagur 4”

Eldað úr skápunum: Dagur 3

IMG_0094Sumir dagar eru einfaldlega þannig að það er enginn tími til að dúlla sér í eldhúsinu. Fundafár, æfingar og fleira stúss heimilismanna eftir vinnu og skóla og enginn tími til annars en að gleypa eitthvað fljótlegt í sig. Ég skal viðurkenna að ég óttaðist að svona dagar kæmu upp á meðan á áskoruninni stendur og var farinn að búa mig undir að þurfa að skrifa hér játningu um pizzu pöntun eða 1944 rétti. En sem betur fer komu afgangar gærdagsins til bjargar! Continue reading “Eldað úr skápunum: Dagur 3”

Eldað úr skápunum: Dagur 2

IMG_0079Dagur tvö í áskourninni Eldað úr skápunum er runninn upp. Í ísskápnum voru kjúklingabringur sem ekki máttu bíða. Það kom því fátt annað til greina en að hafa þær í matinn á degi tvö. Gærdagurinn var auðvitað þægilegur enda ekki mjög mikill hausverkur að henda lambabóg í ofninn. Í dag dauðsá ég eftir að hafa ekki keypt tvö kíló af kartöflum í gær því þetta eina kíló frá því í gær dugði skammt. Það þýddi að ég þurfti að spandera innkaupum dagsins í jafn einfaldan hlut og kartöflur. Til upprifjunar er rétt að geta þess að eina reglan í áskoruninni er sú að aðeins má kaupa inn eitt hráefni í hverja máltíð. Continue reading “Eldað úr skápunum: Dagur 2”

Áskorun: Eldað úr skápunum í eina viku

IMG_0065
Í þurrefnaskápnum kennir ýmissa grasa.

Ég var að leita að stjörnuanís sem ég taldi víst að ég ætti einhversstaðar. Eftir dauðaleit í kryddskúffunni og þurrefnaskápnum gafst ég upp. Leitin gerði það þó að verkum að ég rak augun í ýmis hráefni sem ég var búinn að steingleyma að væru til. Þetta var því fremur óþægileg áminning um allt draslið sem maður kaupir fyrir einn rétt en notar síðan aldrei meir. Ég ákvað því að gera tilraun og setja í gang áskorunina Eldað úr skápunum í eina viku.  Continue reading “Áskorun: Eldað úr skápunum í eina viku”